„Seinfeld-kosningarnar“ fara fram í Kanada í dag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:07 Vinsældir Justin Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Getty Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist. Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Kanadamenn ganga að kjörborðinu í dag, en þingkosningarnar kunna að marka endalok valdatíðar forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kannanir benda til þess að mjög mjótt sé á munum milli Frjálslynda flokksins, flokks Trudeau, og Íhaldsflokksins undir stjórn Andrew Scheer. Samkvæmt AP hefur það ekki gerst síðan 1935 að forsætisráðherra Kanada missi völd eftir fyrsta kjörtímabil sitt í embætti. Kannanir benda hins vegar til þess að þetta kunni að gerast hjá Trudeau sem tók óvænt við forsætisráðherraembættinu fyrir fjórum árum. Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál þegar hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum árið 2013 og vann svo sigur í þingkosningum tveimur árum síðar. Breyttist ásýnd Kanada þá nokkuð eftir valdatíð Íhaldsflokksins þar sem Trudeau boðaði frjálslyndi, aðgerðir í loftslagsmálum og móttöku flóttafólks.Minnkandi vinsældir Vinsældir Trudeau hafa dalað síðustu misserin, ekki síst meðal ungra kjósenda. Hann hefur verið bendlaður við ýmis hneykslismál – meðal annars að hafa hindrað framgang réttvísinnar þar sem samstarfsmenn hans eru sagðir hafa komið í veg fyrir að stórfyrirtæki hafi sætt ákæru vegna spillingarmála. Þá vakti það mikið umtal fyrr í haust þegar ljósmyndir frá háskólaárum Trudeau voru birtar þar sem mátti sjá hann dökkmálaðan í framan. Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn mælist nú báðir með um 30 prósent fylgi og má því telja útilokað að nokkrum flokki takist að fá hreinan meirihluta á þingi.Jagmeet Singh, formaður Nýja lýðræðisflokksins, hefur vakið athygli í kosningabaráttunni.Vísir/GettySeinfeld-kosningarnarCNN segir frá því að efnahagsmál og heilbrigðismál hafi verið áberandi í kosningabaráttunni, þar sem báðir stóru flokkarnir hafa keppst um að lofa skattalækkunum og auknum framlögum til heilbrigðismála. Sú staðreynd að ekkert eitt kosningamál hafi verið allsráðandi í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að kosningarnar hafa fengið viðurnefnið Seinfeld-kosningarnar, kosningar um ekki neitt, en gamanþáttunum Seinfeld var oft lýst sem þáttum um ekki neitt. Þó að kastljósið beinist að stóru flokkunum tveimur hafa smærri flokkar fengið byr í seglin. Þannig hafa Nýi lýðræðisflokkurinn, með sikkann Jagmeet Singh í broddi fylkingar vakið mikla athygli í kosningabaráttunni og þá hefur fylgi Græningja sömuleiðis aukist.
Kanada Tengdar fréttir Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06 Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað "blackface“. 21. september 2019 10:06
Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. 16. október 2019 14:45