Lífið

Saumaði WEDDING DRESS aftan á kjól Hailey Bieber

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hailey Bieber tók þátt í að hanna eigin brúðarkjól.
Hailey Bieber tók þátt í að hanna eigin brúðarkjól. Skjáskot/Vísir

Að minnsta kosti 20 einstaklingar komu að því að gera brúðarkjól Hailey Bieber og tók ár að búa hann til. Í myndbandi frá Vogue er sagt frá vinnunni á bakvið kjólinn og sýnt frá lokamátun hennar fyrir stóra daginn. Kjólinn var hannaður af Virgil Abloh fyrir Off-White og saumaður í Mílanó á Ítalíu

Í myndbandinu segir hönnuðurinn að það hafi haft áhrif á hönnunarferlið hversu vel hann þekkir persónuleika brúðarinnar.

„Ég hef gert marga kjóla fyrir sérstök tilefni áður en þetta er sá fyrsti fyrir brúðkaup, sérstaklega fyrir náin vin.“

Abloh segir að hann hafi viljað gera kjólinn hefðbundinn en samt líka skemmtilegan og unglegan. Það mikilvægasta hafi verið að sýna konuna sem hún er. Í myndbandi Vogue kemur fram að tíu einstaklingar hafi komið að því að gera kjólinn og að minnsta kosti tíu til viðbótar hafi gert brúðarslörið.

Skjáskot/Youtube

Flogið var með kjólinn til Los Angeles til þess að brúðurin gæti mátað hann og fékk Vogue að vera með í lokamátuninni. Þar kemur fram að Hailey Bieber hafi alls ekki viljað láta brúðarkjólahönnuð hanna sinn kjól, hún hafði ákveðnar hugmyndir og tókst hönnuðinum algjörlega að láta þær verða að veruleika.

„Þetta er fullkomið,“ sagði brúðurin þegar hún mátaði kjólinn sinn. Kjóll Bieber er langt frá því að vera hefðbundinn. Aftan á kjólnum er saumað brúðarkjóll eða „WEDDING DRESS“ með fíngerðum perlum. Á nokkrum stöðum má einnig finna lógó Off-White saumað í kjólinn. Eins og komið hefur fram á Vísi var svo saumað „Þar til dauðinn aðskilur okkur“ á sjalið.

Skjáskot/Youtube

Myndir af brjúðhjónunum á stóra daginn má finna hér á Vísi. Hér að neðan má svo sjá myndband Vogue um kjólinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.