Tíska og hönnun

Virgil Abloh hannaði brúðarkjól Hailey Bieber

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Justin og Hailey Bieber á brúðkaupsdaginn sinn.
Justin og Hailey Bieber á brúðkaupsdaginn sinn. Mynd/Instagram

Hailey Bieber birti í gær myndir af fallega brúðarkjólnum sem hún klæddist í brúðkaupi sínu þann 30. september. Eins og fjallað var um hér á Vísi giftu Justin og Hailey sig í leynilegri athöfn í september fyrir ári síðan en nú héldu þau stórt brúðkaup og 160 gesta veislu. Brúðurin fékk franska hönnuðinn Virgil Abloh hjá Off-White til þess að hanna draumabrúðarkjólinn sinn.

Tók Hailey sjálf þátt í hönnunarferlinu. Á slörið er búið að sauma textann „Till death do us part“ eða „Þar til dauðinn aðskilur okkur.“ Hailey skrifaði a Instagram að hún væri Abloh og teyminu hjá Off-White ævinlega þakklát. Mikil leynd hvíldi yfir brúðarkjólnum og héldu lífverðir stóru tjaldi yfir henni fyrir utan Montage Palmetto Bluff þar sem athöfnin fór fram, til þess að ljósmyndarar gætu ekki náð myndum af henni.

 
 
 
View this post on Instagram
last Monday was the most special day of my life
A post shared by Hailey Rhode Bieber (@haileybieber) on

 
 
 
View this post on Instagram
@Off____White @haileybieber
A post shared by @ virgilabloh on

 
 
 
View this post on Instagram
original sketches from Off-White™ atelier for @haileybieber wedding dress.
A post shared by Off-White™ (@off____white) on

 
 
 
View this post on Instagram
9.30.19
A post shared by Hailey Rhode Bieber (@haileybieber) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.