Vilhjálmur hefur áhyggjur af andlegri heilsu Harry Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 18:40 Þeir bræður hafa alltaf verið nánir en síðustu mánuðir hafa verið þeim erfiðir. getty/Toby Melville Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. Harry sagði frá þessu í viðtali við Tom Bradby, sem gerði heimildamynd um ferð Harry og eiginkonu hans, Meghan, um Afríku, sem var sýnd á ITV í gærkvöldi. Hann gaf ekki mikið fyrir fréttaflutning slúðurmiðla í Bretlandi, sem hafa í marga mánuði greint frá því að mikil spenna sé á milli þeirra bræðra. „Hluti af þessu hlutverki, þessu starfi, þessari fjölskyldu, er að vera undir álagi og auðvitað koma upp erfiðar aðstæður. En við erum bræður. Við verðum alltaf bræður,“ sagði Harry. „Við erum á sinni hvorri vegferðinni akkúrat núna en ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og ég veit að hann mun alltaf vera til staðar fyrir mig. Við hittumst ekki jafn mikið og við gerðum vegna þess hve uppteknir við erum,“ segir Harry í viðtalinu. „En ég elska hann af öllu hjarta og flest það sem greint er frá í slúðurmiðlum er búið til út engu. En sem bræður, þá eru góðir dagar og slæmir dagar.“ Þá talaði prinsinn um það að hann þyrfti stöðugt að vinna í andlegri heilsu sinni. „Ég hélt að ég væri kominn út úr skóginum en svo kom þetta skyndilega aftur til baka. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda í skorðum.“ „Hluti þessa starfs er að láta allt líta út fyrir að vera í lagi en það er margt sem er sárt fyrir mig og konuna mína, sérstaklega þegar stór hluti [fréttanna] eru ósannar,“ bætti Harry við. Ágreiningur á milli bræðranna ekki eiginkvenna þeirra Breskir slúðurmiðlar hafa gert mikið úr sögusögnum um að bræðurnir hafi sundrast en oftast hafa eiginkonur þeirra, Meghan ,hertogaynja af Sussex, og Katrín, hertogaynja af Cambridge, séu ástæður sundrungarinnar. Sundrungin meinta á að vera ástæða þess að Harry og Meghan fluttu frá Kensington höll í maímánuði, en heimildarmaður CNN sem er náinn báðum hertogaynjum, segir að ástæðan hafi frekar verið sú að Harry vildi verða sjálfstæðari og að Vilhjálmur hafi þurft sitt eigið aðstoðarteymi til að undirbúa sig fyrir það þegar faðir þeirra tekur við krúnunni. Á viðburði sem haldinn var í febrúar 2018 ýjuðu prinsarnir að því að ef einhver ágreiningur kæmi upp á milli fjölskyldnanna yrði hann á milli bræðranna en ekki eiginkvenna þeirra. Meghan opnaði sig líka í heimildamyndinni en þá deildi hún því með áhorfendum hversu erfitt það hafi verið fyrir hana að vera með nýfætt barn, í nýju hlutverki, nýgift og stanslaust í sviðsljósinu. Meghan, Harry og sonur þeirra Archie.getty/Toby Melville „Allar konur, sérstaklega þegar þær bera barn undir belti, eru mjög viðkvæmar og það gerði hlutina töluvert erfiðari,“ segir Meghan í viðtalinu. „Og svo ertu komin með kornabarn og sérstaklega sem kona, þá er það mikið að takast á við. Svo bætist þetta (sviðsljósið) ofan á að vera ný mamma og að reyna að einbeita sér að nýju hjónabandi.“ Þá varð Meghan mjög meyr þegar Bradby spurði hana hvernig þetta hafi haft áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. „Takk fyrir að spyrja,“ segir Meghan. „Það hafa ekki margir spurt mig að því hvort það sé í lagi með mig, en það hefur verið mjög erfitt á takast á við þetta á bak við tjöldin.“ Þegar blaðamaðurinn spurði Meghan svo hvort það þýddi að það væri ekki allt í lagi og að það hafi virkilega verið „erfitt,“ svaraði hún einfaldlega „já.“ „Þegar ég var að kynnast manninum mínum voru vinir mínir mjög ánægðir vegna þess að ég var svo hamingjusöm,“ sagði hún. „En bresku vinir mínir sögðu við mig, „ég er viss um að hann er frábær, en þú ættir ekki að gera þetta vegna þess að breskir slúðurmiðlar munu eyðileggja líf þitt“.“ Vilhjálmur áhyggjufullur vegna andlegrar heilsu bróður síns Samkvæmt starfsmanni Kensington hallar hefur Vilhjálmur áhyggjur af bróður sínum eftir að hann talaði um andlega líðan sína í heimildamyndinni. Þá voni Vilhjálmur að í lagi sé með hertogahjónin af Sussex eftir að hann sá heimildamyndina þar sem fram kom að þeim liði ekki sem best. Það sé sérstaklega vegna umfjöllunar breskra slúðurmiðla um þau. Þá gerði heimildarmaðurinn lítið úr því að Vilhjálmur væri fokvondur vegna heimildamyndarinnar. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Harry Bretaprins segir að hann og bróðir hans, Vilhjálmur, væru ekki jafn nánir og þeir voru áður. Þá séu þeir bræður á sinni hvorri vegferðinni. Harry sagði frá þessu í viðtali við Tom Bradby, sem gerði heimildamynd um ferð Harry og eiginkonu hans, Meghan, um Afríku, sem var sýnd á ITV í gærkvöldi. Hann gaf ekki mikið fyrir fréttaflutning slúðurmiðla í Bretlandi, sem hafa í marga mánuði greint frá því að mikil spenna sé á milli þeirra bræðra. „Hluti af þessu hlutverki, þessu starfi, þessari fjölskyldu, er að vera undir álagi og auðvitað koma upp erfiðar aðstæður. En við erum bræður. Við verðum alltaf bræður,“ sagði Harry. „Við erum á sinni hvorri vegferðinni akkúrat núna en ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og ég veit að hann mun alltaf vera til staðar fyrir mig. Við hittumst ekki jafn mikið og við gerðum vegna þess hve uppteknir við erum,“ segir Harry í viðtalinu. „En ég elska hann af öllu hjarta og flest það sem greint er frá í slúðurmiðlum er búið til út engu. En sem bræður, þá eru góðir dagar og slæmir dagar.“ Þá talaði prinsinn um það að hann þyrfti stöðugt að vinna í andlegri heilsu sinni. „Ég hélt að ég væri kominn út úr skóginum en svo kom þetta skyndilega aftur til baka. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda í skorðum.“ „Hluti þessa starfs er að láta allt líta út fyrir að vera í lagi en það er margt sem er sárt fyrir mig og konuna mína, sérstaklega þegar stór hluti [fréttanna] eru ósannar,“ bætti Harry við. Ágreiningur á milli bræðranna ekki eiginkvenna þeirra Breskir slúðurmiðlar hafa gert mikið úr sögusögnum um að bræðurnir hafi sundrast en oftast hafa eiginkonur þeirra, Meghan ,hertogaynja af Sussex, og Katrín, hertogaynja af Cambridge, séu ástæður sundrungarinnar. Sundrungin meinta á að vera ástæða þess að Harry og Meghan fluttu frá Kensington höll í maímánuði, en heimildarmaður CNN sem er náinn báðum hertogaynjum, segir að ástæðan hafi frekar verið sú að Harry vildi verða sjálfstæðari og að Vilhjálmur hafi þurft sitt eigið aðstoðarteymi til að undirbúa sig fyrir það þegar faðir þeirra tekur við krúnunni. Á viðburði sem haldinn var í febrúar 2018 ýjuðu prinsarnir að því að ef einhver ágreiningur kæmi upp á milli fjölskyldnanna yrði hann á milli bræðranna en ekki eiginkvenna þeirra. Meghan opnaði sig líka í heimildamyndinni en þá deildi hún því með áhorfendum hversu erfitt það hafi verið fyrir hana að vera með nýfætt barn, í nýju hlutverki, nýgift og stanslaust í sviðsljósinu. Meghan, Harry og sonur þeirra Archie.getty/Toby Melville „Allar konur, sérstaklega þegar þær bera barn undir belti, eru mjög viðkvæmar og það gerði hlutina töluvert erfiðari,“ segir Meghan í viðtalinu. „Og svo ertu komin með kornabarn og sérstaklega sem kona, þá er það mikið að takast á við. Svo bætist þetta (sviðsljósið) ofan á að vera ný mamma og að reyna að einbeita sér að nýju hjónabandi.“ Þá varð Meghan mjög meyr þegar Bradby spurði hana hvernig þetta hafi haft áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. „Takk fyrir að spyrja,“ segir Meghan. „Það hafa ekki margir spurt mig að því hvort það sé í lagi með mig, en það hefur verið mjög erfitt á takast á við þetta á bak við tjöldin.“ Þegar blaðamaðurinn spurði Meghan svo hvort það þýddi að það væri ekki allt í lagi og að það hafi virkilega verið „erfitt,“ svaraði hún einfaldlega „já.“ „Þegar ég var að kynnast manninum mínum voru vinir mínir mjög ánægðir vegna þess að ég var svo hamingjusöm,“ sagði hún. „En bresku vinir mínir sögðu við mig, „ég er viss um að hann er frábær, en þú ættir ekki að gera þetta vegna þess að breskir slúðurmiðlar munu eyðileggja líf þitt“.“ Vilhjálmur áhyggjufullur vegna andlegrar heilsu bróður síns Samkvæmt starfsmanni Kensington hallar hefur Vilhjálmur áhyggjur af bróður sínum eftir að hann talaði um andlega líðan sína í heimildamyndinni. Þá voni Vilhjálmur að í lagi sé með hertogahjónin af Sussex eftir að hann sá heimildamyndina þar sem fram kom að þeim liði ekki sem best. Það sé sérstaklega vegna umfjöllunar breskra slúðurmiðla um þau. Þá gerði heimildarmaðurinn lítið úr því að Vilhjálmur væri fokvondur vegna heimildamyndarinnar.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. 21. október 2019 11:30
Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30
Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04