Erlent

Slapp lifandi frá tugum drumba sem stungust inn í bílinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Drumbarnir stungust inn í bílinn
Drumbarnir stungust inn í bílinn Mynd/Slökkviliðið í Whitfield-sýslu Bandaríkjanna

Bandarískur ökumaður má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi eftir að hann ók aftan á flutningabíl sem flutti trjádrumba. Drumbarnir stungust af miklu afli inn í bíl ökumannsins. Ökumaðurinn slapp með minniháttar meiðsli.

Í frétt CNN segir að tildrög slyssins hafi verið með þeim hætti að að ökumaður bílsins hafi verið að teygja sig niður eftir hlut sem hann missti með þeim afleiðingum að athyglin fór af akstrinum. Ók hann beint aftan á flutningabílinn.

Fjölmargir drumbar stungust þá í gegnum framrúðuna á bílnum og alla leið aftur í skott. Í frétt CNN segir að slökkviliðsmenn í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hafi þurft að saga sér leið í gegnum 30-40 drumba til þess að geta nálgast ökumanninn.

Í ljós kom að hann var aðeins með minniháttar meiðsli en það virðist hafa orðið honum til happs að hann sat ekki uppréttur í sætinu er drumbarnir skullu á bílnum, og lenti höfuð hans í einhvers konar bili sem skapaðist á milli drumbana.

Ökumaðurinn ók bíl sínum aftan á flutningabílinn. Mynd/Slökkviliðið í Whitfield-sýslu Bandaríkjanna.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.