Smjörbirgðir ekki verið meiri í þrjú ár Sveinn Arnarsson skrifar 22. október 2019 06:00 Smjörið virðist vera að hrannast upp hjá MS. Hins vegar þurfa nú að vera nokkuð miklar birgðir til að anna jólaeftirspurninni þegar húsfeður hefja jólabakstur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Smjörbirgðir Mjólkursamsölunnar hafa ekki verið meiri í þrjú ár og eru birgðirnar nú um 650 tonn. Flutt hafa verið út á árinu hundrað tonn af smjöri og í bígerð er að flytja út allt að 200 tonn í viðbót til afsetningar. Formaður Landssambands kúabænda segir þetta gefa til kynna að framleiðsla á mjólk sé eilítið of mikil eins og staðan er í dag. Í yfirliti Pálma Vilhjálmssonar, aðstoðarforstjóra MS, um mjólkurbirgðir sem birtist í svokölluðum mjólkurpósti til bænda kemur fram að smjörbirgðirnar núna séu um 150 tonnum meiri í lok ágúst en á sama tíma árið 2018. Birgðir hafa ekki verið svona miklar síðan í ágústmánuði árið 2016. Það sem af er árinu hafa rúmlega hundrað tonn verið flutt út af smjöri og hafa fengist fyrir það um 490 krónur á hvert kíló til útflutnings. Einnig segir Pálmi í yfirliti sínu að í undirbúningi sé útflutningur á allt að tvö hundruð tonnum af smjöri til viðbótar.Arnar Árnason, formaður landssabands kúabænda„Útflutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Framleiðslan hér innanlands er heldur yfir þörfum sem nauðsynlegt er á hverjum tíma til þess að við getum verið viss um að geta sinnt okkar heimamarkaði. Útflutningur er fyrst og fremst stundaður til að halda jafnvægi.“ Kílóverð á smjöri er um eitt þúsund krónur út úr búð. Verðið sem hefur fengist fyrir útflutning er hins vegar helmingi lægra, eða tæpar 500 krónur á hvert kíló. „Það er ákveðin útflutningsskylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrirkomulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa framleiðslustýringuna,“ bætir Arnar við. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Matur Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Smjörbirgðir Mjólkursamsölunnar hafa ekki verið meiri í þrjú ár og eru birgðirnar nú um 650 tonn. Flutt hafa verið út á árinu hundrað tonn af smjöri og í bígerð er að flytja út allt að 200 tonn í viðbót til afsetningar. Formaður Landssambands kúabænda segir þetta gefa til kynna að framleiðsla á mjólk sé eilítið of mikil eins og staðan er í dag. Í yfirliti Pálma Vilhjálmssonar, aðstoðarforstjóra MS, um mjólkurbirgðir sem birtist í svokölluðum mjólkurpósti til bænda kemur fram að smjörbirgðirnar núna séu um 150 tonnum meiri í lok ágúst en á sama tíma árið 2018. Birgðir hafa ekki verið svona miklar síðan í ágústmánuði árið 2016. Það sem af er árinu hafa rúmlega hundrað tonn verið flutt út af smjöri og hafa fengist fyrir það um 490 krónur á hvert kíló til útflutnings. Einnig segir Pálmi í yfirliti sínu að í undirbúningi sé útflutningur á allt að tvö hundruð tonnum af smjöri til viðbótar.Arnar Árnason, formaður landssabands kúabænda„Útflutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Framleiðslan hér innanlands er heldur yfir þörfum sem nauðsynlegt er á hverjum tíma til þess að við getum verið viss um að geta sinnt okkar heimamarkaði. Útflutningur er fyrst og fremst stundaður til að halda jafnvægi.“ Kílóverð á smjöri er um eitt þúsund krónur út úr búð. Verðið sem hefur fengist fyrir útflutning er hins vegar helmingi lægra, eða tæpar 500 krónur á hvert kíló. „Það er ákveðin útflutningsskylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrirkomulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa framleiðslustýringuna,“ bætir Arnar við.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Matur Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira