Nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl: Samtökin verði framsækin, djörf og upplýsandi Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 14:10 Silja Yraola Eyþórsdóttir starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. vísir/vilhelm Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga. Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga.
Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira