Óli Björn segir Samfylkingu og Viðreisn vilja einangra Ísland í „fyrirmyndarríkinu ESB“ Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2019 19:15 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í. Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í.
Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira