Segir enga sátt ríkja um frumvarp um þjóðarsjóð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 17:33 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir ljóst að engin sátt ríki um frumvarp um þjóðarsjóð í ljósi þess að fjögur nefndarálit voru gefin út þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í vor. Vísir/Vilhelm Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Í dag lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fram að nýju frumvarp um þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður, verði frumvarp um stofnun slíks sjóðs samþykkt, er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og mun heyra stjórnarfarslega undir ráðherra. Markmiðið með þjóðarsjóði er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiriháttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir. Bjarni mælti einnig fyrir frumvarpinu í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Nú leggur hann það fram öðru sinni en þó með breytingum sem taka mið af nefndaráliti meirihlutans í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er þó þeirrar skoðunar að frumvarpið hafi ekki verið unnið í nægilegri sátt við efnahags- og viðskiptanefnd. Hún las upp brot úr ræðu Bjarna frá því fyrra þar sem hann sagði þverpólitíska sátt verða ríkja um sjóðinn. „Síðan kemur hæstvirtur ráðherra nú og leggur nánast sama mál fram, tekur örlítið tillit til meirihlutaálits en þegar málið var afgreitt úr efnahags- og viðskiptanefnd í vor var það gert með fjórum nefndarálitum og algjörlega ljóst að það er engin sátt um þessa leið. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann hafi skipt um skoðun á því að það sé mikilvægt að það sé þverpólitísk sátt um sjóðsöfnun sem þessa,“ spurði Oddný og beindi máli sínu til Bjarna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þverpólitísk sátt verði að ríkja um sjóðinn því verið sé að horfa til verkefnis sem væri unnið yfir mörg kjörtímabil.Fréttablaðið/Anton brinkBjarni svaraði spurningu Oddnýjar neitandi. „nei ég tel að það eigi við um sjóð eins og þennan með svipuðum hætti og aðrar varrúðarráðstafanir sem ég hef verið að rekja hér í dag að það er langbest að það skapist sem mest sátt í þinginu enda hef ég verið að rekja það hér að áður en til þess gæti komið að hámarkssöfnun inn í sjóðinn er náð þá líði jafnvel fimmtán, tuttugu ár. Það gefur þess vegna augaleið að það er ekki verið að horfa til einhvers sem á að gerast í einni hendingu heldur yfir mörg kjörtímabil og af þeirri ástæðu alveg augljóst að það skiptir máli að ná sem bestri sátt. Hins vegar kann að vera að einhverjir vilji gera ágreining og mér finnst að margt af því sem nefnt hefur verið til andmæla þessum hugmyndum sé hreinlega á misskilningi byggt,“ sagði Bjarni á Alþingi.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira