Innlent

Forsetahjónin sóttu krýningarathöfn nýs Japanskeisara

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Guðni og Eliza í Japan í dag.
Guðni og Eliza í Japan í dag. Vísir/Aðsend

Stórhátíð var í japönsku keisarahöllinni í dag þegar Naruhito var krýndur keisari. Fjöldi erlendra gesta var viðstaddur athöfnina. Til að mynda Karl Bretaprins, Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong, og já, íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

Naruhito tekur nú við af Akihito föður sínum sem steig til hliðar í apríl. Sá var sonur Hirohitos sem var keisari frá 1926 til 1989. Naruhito er hundrað tuttugasti og sjötti keisari ríkisins en embættið á sér meira en 1.500 ára sögu.

„Ég erfði keisaratignina í samræmi við stjórnarskrá Japans og japönsk lög um keisaraembættið. Ég kunngeri hér með, bæði innanlands og erlendis, að ég hef tekið við embætti,“ sagði hinn nýi keisari.

Guðni á svo fund með Shinzo Abe, japanska forsætisráðherranum, á morgun og Tadamori Oshia, forseta neðri deildar japanska þingsins, á fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.