Fótbolti

Sökuðu Cristiano Ronaldo um að biðja um rangstöðu á liðsfélaga sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala að fagna öðru marka sinna.
Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala að fagna öðru marka sinna. Samsett/Getty
Cristiano Ronaldo er vanur að koma liði sínu til bjargar í Meistaradeildinni en hann féll í skuggann á annarri hetju Juventus liðsins í gærkvöldi.

Juventus var 1-0 undir þegar þegar aðeins þrettán mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Lokomotiv Moskvu í gær en þá tók Argentínumaðurinn Paulo Dybala til sinna ráða.

Paulo Dybala skoraði tvívegis á lokakaflanum og tryggði Juventus mikilvægan sigur. Tap hefði þýtt að D-riðillinn væri galopinn.

Stuðningsmenn Juventus fögnuðu gríðarlega en það leit út fyrir það að Cristiano Ronaldo væri ekki alltof ánægður með að Paulo Dybala væri hetjan en ekki hann.





Hann var við hliðina á Paulo Dybala þegar Dybala skoraði en það voru sex leikmenn Juventus sem voru á undan Ronaldo til að fagna markinu með Dybala.

Þegar menn fóru að skoða betur sigurmark Paulo Dybala þá sáu margir líka mjög óvenjulega hegðun hjá Portúgalanum.

Það leit nefnilega út fyrir það að hann væri að biðja um rangstöðu á liðsfélaga sinn og þar með að markið væri dæmt af.

Það er þó erfitt að trúa því að Cristiano Ronaldo hafi viljað fá dæma rangstöðu á Paulo Dybala þótt að það líti út fyrir það.

Margir netverjar trúði því hins vegar upp á Cristiano Ronaldo að hann vildi frekar gera jafntefli en að falla algjörlega í skuggann á liðsfélaga sínum Paulo Dybala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×