Innlent

Hefur áhrif þegar flug raskast og í veikindum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Yfirvinnubann hjá flugmönnum Air Iceland Connect hefst að óbreyttu 1. nóvember.
Yfirvinnubann hjá flugmönnum Air Iceland Connect hefst að óbreyttu 1. nóvember.
Boðað yfirvinnubann flugmanna hjá Air Iceland Connect mun helst hafa áhrif þegar flug raskast með einhverjum hætti eða í veikindum þar sem yfirvinna er almennt ekki unnin hjá félaginu. Verkfallsaðgerðir eiga að hefjast 1. nóvember.Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna hefur boðað verkfallsaðgerðir vegna flug­manna sem starfa hjá Air Ice­land Conn­ect. Hjá félaginu starfa fjörtíu flugmenn og eru þeir allir félagar í stéttarfélaginu. Aðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta, 32 af 34 sem greiddu atkvæði voru þeim fylgjandi.Flugmenn vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir fimm mánuðum en þeir hafa verið samningslausir frá áramótum.

Næsti fundur í kjaradeilunni er 31. október.Vísir/vilhelm
Aðgerðirnar sem felast í yfirvinnubanni hefjast á miðnætti 1. nóvember, eða á föstudaginn í næstu viku, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Næsti fundur í deilunni er 31. október, degi fyrir boðaðar aðgerðir.Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ætti yfirvinnubannið ekki að hafa mikil áhrif á flugáætlun. Almennt er ekki gert ráð fyrir yfirvinnu hjá flugmönnum og kemur hún helst til vegna óvenjulegra aðstæðana, svo sem ef röskun verður á flugi eða vegna veikinda.Rekstur Air Iceland Connect hefur verið þungur á síðustu misserum. Félagið sagði upp sjö flugmönnum í sumar vegna samdráttar og fækkaði flugferðum samhliða því að farþegum hefur fækkað verulega.Flugliðar félagsins hafa einnig verið samningslausir frá áramótum og er kjaradeila þeirra hjá ríkissáttasemjara. Næsti fundur í þeirri deilu er á miðvikudag. Að sögn Berglindar Kristófersdóttur, sem situr í samninganefnd, er óbreytt staða í viðræðunum og ekki er farið að huga að verkfallsaðgerðum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.