Innlent

Fram­kvæmdum við Hverfis­götu á að ljúka um miðjan nóvember

Atli Ísleifsson skrifar
Í næstu viku verður unnið að lokafrágangi gangstéttar og hjólastígs við norðanverða Hverfisgötu við Safnahús og Þjóðleikhúsið.
Í næstu viku verður unnið að lokafrágangi gangstéttar og hjólastígs við norðanverða Hverfisgötu við Safnahús og Þjóðleikhúsið. Reykjavíkurborg

Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Framkvæmdirnar hafa dregist mikið en þær hófust í maí og átti upphaflega að vera lokið í ágúst. Hafa rekstaraðilar á svæðinu harðlega gagnrýnt upplýsingagjöf og seinaganginn vegna framkvæmdanna.

„Í næstu viku verður unnið að lokafrágangi gangstéttar og hjólastígs við norðanverða Hverfisgötu við Safnahús og Þjóðleikhúsið. Steinlagt torg fyrir framan Þjóðleikhúsið verður tilbúið í lok fyrstu viku nóvember og verður opnað fyrir umferð í beinu framhaldi.

Vinnu við frágang gangstéttar og hjólastígs að sunnanverðu á að ljúka um miðjan nóvember,“ segir í tilkynningunni frá borginni.

Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar hefur áður sagt að helsta ástæða þess að verkið dróst hafi verið vegna lagnavinnu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.