Tólf fyrrverandi skjólstæðingar Vogs hafa látist á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 22:00 Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira