Innlent

Einn slasaður eftir bílveltu við Meðalfell í Kjós

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn voru sendir frá Reykjavík.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn voru sendir frá Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögregla voru kölluð vegna umferðarslyss á veginum um Meðalfell í Kjós.

Útkallið barst nú á öðrum tímanum og voru viðbragðsaðilar sendir frá Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða bílveltu og var ökumaðurinn einn í bílnum.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins liggja upplýsingar um meiðsli ekki fyrir en ökumaðurinn var kominn út úr bílnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.