Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur og Hafsteinn framlengja við HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásgeir Börkur var einn besti leikmaður HK á síðasta tímabili.
Ásgeir Börkur var einn besti leikmaður HK á síðasta tímabili. vísir/bára
Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Hafsteinn Briem hafa skrifað undir nýja tveggja ára samninga við HK sem endaði í 9. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili.Ásgeir, sem er 32 ára, kom til HK frá Fylki síðasta vetur og var lykilmaður í Kópavogsliðinu í sumar. Hann lék 19 leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark.

Hafsteinn, sem er 28 ára, er uppalinn HK-ingur sem sneri aftur til liðsins 2018. Hann meiddist í upphafi tímabils í fyrra og sneri ekki aftur fyrr undir lok síðasta tímabils.

Hafsteinn kom inn á þegar HK tapaði fyrir Val, 2-0, í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í síðasta mánuði. Það var fyrsti leikur hans fyrir HK í efstu deild í ellefu ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.