Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur og Hafsteinn framlengja við HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásgeir Börkur var einn besti leikmaður HK á síðasta tímabili.
Ásgeir Börkur var einn besti leikmaður HK á síðasta tímabili. vísir/bára

Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Hafsteinn Briem hafa skrifað undir nýja tveggja ára samninga við HK sem endaði í 9. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili.


Ásgeir, sem er 32 ára, kom til HK frá Fylki síðasta vetur og var lykilmaður í Kópavogsliðinu í sumar. Hann lék 19 leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark.

Hafsteinn, sem er 28 ára, er uppalinn HK-ingur sem sneri aftur til liðsins 2018. Hann meiddist í upphafi tímabils í fyrra og sneri ekki aftur fyrr undir lok síðasta tímabils.

Hafsteinn kom inn á þegar HK tapaði fyrir Val, 2-0, í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í síðasta mánuði. Það var fyrsti leikur hans fyrir HK í efstu deild í ellefu ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.