Erlent

Endurreisnarmálverk sem fannst við tiltekt selt fyrir 24 milljónir evra

Andri Eysteinsson skrifar
Málverkið var boðið upp í París.
Málverkið var boðið upp í París. Getty/Frederic Soltan
Málverkið Kristur hæddur var í dag selt fyrir meira en 24 milljónir evra á uppboði í París. Málverkið, sem er smátt í sniðum, hafði hangið fyrir ofan eldavél í bænum Compiegne í áraraðir.

Fyrrverandi eigandi málverksins, kona á tíræðisaldri, kveðst aldrei hafa velt málverkinu fyrir sér. Hún hafi alla tíð talið að um væri að ræða gamla dýrlingamynd frá Rússlandi. Málverkið reyndist hins vegar vera meistaraverk eftir ítalska þrettándu aldar málarann Cimabue frá Flórens. Málverkið fékk hins vegar verðskuldaða athygli þegar konan hugðist flytja búferlum og ætlaði að losa sig við hluta innbúsins.

Guardian greinir frá að þar hafi málverkið verið uppgötvað af starfsmanni uppboðshaldarans sem hafði ætlað að verðmeta húsgögn í eigu konunnar.

Uppboðshaldarinn Dominique Le Coent sagði eftir uppboðið að málverkið sé það eina eftir Cimabue sem hefur farið á uppboð. Ellefu verk eftir Cimabue hafa verið uppgötvuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×