Fótbolti

Hætta að nota bleika boltann eftir að áhorfendur sögðust eiga erfitt með að sjá hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Boltinn óvinsæli.
Boltinn óvinsæli. vísir/getty
Bleiki boltinn sem var notaður í leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum í fótbolta karla á Spáni verður aðeins notaður við sérstakar og erfiðar veðuraðstæður.

Á milli 24. október 2019 og 23. febrúar 2020 átti að nota bleikan bolta í stað þess venjulegan gula í tveimur efstu deildunum á Spáni.

Nú hefur verið hætt við þær fyrirætlanir. Bleiki boltinn vakti litla lukku en áhorfendur, bæði á vellinum og heima í stofu, kvörtuðu yfir því að þeir ættu í vandræðum með að sjá hann.

Bleiki boltinn verður nú dreginn fram ef veðuraðstæður eru sérstaklega erfiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×