Birtingur og Blaðamannafélagið undirrita samning Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2019 15:08 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands er ánægður með samningaviðræðurnar við Birting. visir/vilhelm Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49
Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00