Innlent

Slökkvilið kallað út í Sandgerði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slökkviliðsmenn sjást hér reykræsta rýmið við Strandgötu í dag.
Slökkviliðsmenn sjást hér reykræsta rýmið við Strandgötu í dag. Mynd/Aðsend

Brunavörnum Suðurnesja var á fjórða tímanum í dag tilkynnt um reyk úr kjallara í geymsluhúsnæði við Strandgötu í Sandgerði. Kviknað hafði í kassa á eldavél.

Vinna stóð enn yfir á vettvangi nú skömmu fyrir klukkan fjögur en ráðast þurfti í reykræstingu. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra var um minniháttar atvik að ræða.Töluverðan reyk lagði frá kassanum. Mynd/Aðsend


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.