Erlent

Tveir særðir eftir skotárás á mosku í Frakklandi

Andri Eysteinsson skrifar
Franska lögreglan hefur handtekið mann grunaðan um verknaðinn.
Franska lögreglan hefur handtekið mann grunaðan um verknaðinn. Getty/Marc Piaseski
Tveir menn á áttræðisaldri urðu fyrir skotum þegar að vopnaður maður réðst að mosku í franska bænum Bayonne í dag.

Maðurinn sem vopnaður var skotvopni hafði reynt að kveikja í inngangi moskunnar þegar að mennirnir tveir, 74 og 78 ára að aldri, komu að honum. Báðir mannanna hafa verið fluttir á sjúkrahús alvarlega slasaðir.

Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og gerði í leiðinni tilraun til þess að kveikja í bíl. Franska lögreglan hefur nú greint frá því að 84 ára gamall karlmaður með tengsl til öfga-hægri hópa, hafi verið handtekin grunaður um verknaðinn.

Reuters greinir frá því að maðurinn hafi verið á meðal frambjóðanda frönsku þjóðfylkingarinnar, National Rally, í kosningum árið 2015.

Marine Le Pen, formaður National Rally, hefur fordæmt verknaðinn og segir hann ekki samræmast gildum flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×