Innlent

Stökk út og fékk slökkvitæki hjá lögreglu þegar eldur kviknaði í bílnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Mynd/brunavarnir árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út í morgun þegar kviknaði í vörubifreið í Kömbunum. Lögreglumenn voru staddir í nágrenninu fyrir tilviljun og ökumaður bílsins fékk hjá þeim slökkvitæki, sem hann beitti á eldinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu kviknaði eldurinn líklega út frá glussaslöngu sem hafði losnað í bílnum. Bílstjórinn hoppaði út þegar eldurinn byrjaði að loga og tók stefnuna á lögreglumenn sem voru staddir í grenndinni vegna annars máls.

Bílstjórinn fékk duftslökkvitæki hjá lögreglu og hafði náð að slá töluvert á eldinn þegar slökkviliðsmenn frá Hveragerði komu á staðinn. Þeir kláruðu að slökkva eldinn og tryggðu vettvang en mikil hálka er á staðnum. Þá var kallaður út dráttarbíll sem dró vörubifreiðina í burtu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.