Innlent

Stökk út og fékk slökkvitæki hjá lögreglu þegar eldur kviknaði í bílnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Mynd/brunavarnir árnessýslu
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út í morgun þegar kviknaði í vörubifreið í Kömbunum. Lögreglumenn voru staddir í nágrenninu fyrir tilviljun og ökumaður bílsins fékk hjá þeim slökkvitæki, sem hann beitti á eldinn.Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu kviknaði eldurinn líklega út frá glussaslöngu sem hafði losnað í bílnum. Bílstjórinn hoppaði út þegar eldurinn byrjaði að loga og tók stefnuna á lögreglumenn sem voru staddir í grenndinni vegna annars máls.Bílstjórinn fékk duftslökkvitæki hjá lögreglu og hafði náð að slá töluvert á eldinn þegar slökkviliðsmenn frá Hveragerði komu á staðinn. Þeir kláruðu að slökkva eldinn og tryggðu vettvang en mikil hálka er á staðnum. Þá var kallaður út dráttarbíll sem dró vörubifreiðina í burtu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.