Erlent

Segir af sér eftir tveggja vikna mótmæli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur
Mótmælin hafa staðið yfir í um tvær vikur Getty/SOPA Images
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér embætti og að ríkisstjórn hans muni láta af störfum í von um að lát verði á tveggja vikna mótmælum sem lamað hafa landið.

Mörg hundruð þúsund manna hafa tekið þátt í mótmælunum þar sem má sjá skilti með ákall gegn spillingu í stjórnkerfinu og niðurskurðaraðgerðum líbanskra stjórnvalda. Skuldastaða líbanska ríkisins er há og hagvöxtur lítill.

Blossuðu mótmælin upp eftir að tilkynnt var að til stæði að koma á skatti á myndbandssamtöl í spjallforritinu WhatsApp.

Mótmælendur hafa lokað vegum í miðborg höfuðborgarinnar Beirút. Sömuleiðis er búið að loka fjölda skóla, banka og háskóla en svo virðist sem að tillögur ríkisstjórnarinnar sem áttu að lægja öldurnar hafi ekki fallið í kramið.

Hariri segir að til þess að lægja öldurnar sé róttækra aðgerða þörf og því hafi hann ákveðið að segja af sér embætti.


Tengdar fréttir

Þúsundir tóku víkingaklappið í mótmælum í Beirút

Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×