Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 19:00 Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08