Erlent

Mæður bornar á brott

Ari Brynjólfsson skrifar
Móðir borin á brott í gær í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna. Alls voru 600 manns handteknir.
Móðir borin á brott í gær í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna. Alls voru 600 manns handteknir. Visir/getty

Lögreglan fjarlægði með valdi mæður sem tóku þátt í fjöldamótmælum í miðborg Lundúna í gær. Um er að ræða tveggja vikna mótmæli sem kennd eru við útrýmingu mannkyns þar sem mæður með börn á brjósti loka götum nálægt þinghúsinu til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Alls voru 600 manns handteknir í gær á þriðja degi mótmælanna.

Boris Johnson forsætisráðherra hæddist að mótmælendunum og kallaði þá „ósamvinnuþýða andófsmenn“. Athygli vakti að Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra, mætti á mótmælin og túlkaði orð sonar síns sem gullhamra.

Lögreglan í Lundúnum hefur kallað á liðsauka og hafa hundruð lögreglumanna úr öllum umdæmum á Englandi og Wales sent menn til höfuðborgarinnar vegna mótmælanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.