Fótbolti

Grátlegt tap Norður-Íra í Hollandi - Belgar skoruðu níu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hollendingar fagna marki.
Hollendingar fagna marki. Vísir/Getty

Tíu leikir fór fram í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu í kvöld og var ekki mikið um óvænt úrslit.

Það stefndi reyndar í að svo yrði í Hollandi þar sem Norður-Írar voru í heimsókn. Gestirnir komust yfir með marki Josh Magennis á 75.mínútu en Hollendingar náðu að bjarga sér með því að skora þrjú mörk á síðustu 10 mínútunum. Virkilega mikilvægur sigur Hollendinga þar sem baráttan um efstu tvö sætin í C-riðli er afar hörð.

Í E-riðli áttu Króatar ekki í nokkrum vandræðum með Ungverja þar sem Luka Modric kom heimamönnum á bragðið og tvö mörk Bruno Petkovic gulltryggðu 3-0 sigur. Í sama riðli gerðu Slóvakar og Walesverjar 1-1 jafntefli.

Pólverjar tróna á toppi G-riðils og þeim urðu ekki á nein mistök í Lettlandi í kvöld þar sem Robert Lewandowski gerði þrjú mörk í 0-3 sigri. 

Í I-riðli niðurlægðu Belgar San Marino þar sem stjörnum prýtt lið Belga skoraði 9 mörk gegn engu á sama tíma og Rússar kafsigldu Skotum í Moskvu. Belgar með fullt hús stiga í riðlinum og búnir að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppni EM.

Öll úrslit kvöldsins
Holland 3 - 1 Norður-Írland
0-1 Josh Magennis ('76 )
1-1 Memphis Depay ('81 )
2-1 Memphis Depay ('90 )
3-1 Luuk de Jong ('90 )

Hvíta-Rússland 0 - 0 Eistland

Slóvakia 1 - 1 Wales
0-1 Kieffer Moore ('25 )
1-1 Juraj Kucka ('53 )
Rautt spjald: Norbert Gyömber, Slóvakía ('88)

Króatía 3 - 0 Ungverjaland
1-0 Luka Modric ('5 )
2-0 Bruno Petkovic ('24 )
3-0 Bruno Petkovic ('42 )
3-0 Ivan Perisic ('55 , Misnotað víti)

Lettland 0 - 3 Pólland
0-1 Robert Lewandowski ('9 )
0-2 Robert Lewandowski ('13 )
0-3 Robert Lewandowski ('76 )

Norður-Makedónía 2 - 1 Slóvenía
1-0 Eljif Elmas ('50 )
2-0 Eljif Elmas ('68 )
2-1 Josip Ilicic ('90 , víti)

Austurríki 3 - 1 Ísrael
0-1 Eran Zahavi ('34 )
1-1 Valentino Lazaro ('41 )
2-1 Martin Hinteregger ('56 )
3-1 Marcel Sabitzer ('88 )

Kasakstan 1 - 2 Kýpur
1-0 Temirlan Yerlanov ('34 )
1-1 Pieros Sotiriou ('73 )
1-2 Nicolas Ioannou ('84 )

Rússland 4 - 0 Skotland
1-0 Artem Dzyuba ('57 )
2-0 Magomed Ozdoev ('60 )
3-0 Artem Dzyuba ('70 )
4-0 Aleksandr Golovin ('84)

Belgía 9 - 0 San-Marínó
1-0 Romelu Lukaku ('28 )
2-0 Nacer Chadli ('31 )
3-0 Cristian Brolli ('35 , sjálfsmark)
4-0 Romelu Lukaku ('41 )
5-0 Toby Alderweireld ('43 )
6-0 Youri Tielemans ('45 )
7-0 Christian Benteke ('79 )
8-0 Yari Verschaeren ('84 , víti)
9-0 Timothy Castagne ('90)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.