Innlent

Fór á milli og tók í hurðarhúna

Andri Eysteinsson skrifar
Erill hjá lögreglu í dag.
Erill hjá lögreglu í dag. Vísir/Vilhelm

Á þriðja tímanum í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Kópavogi, hafði óprúttinn aðili þá verið á vappi í hverfinu og hafði stundað það að taka í hurðarhúna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þá barst lögreglu þrjár tilkynningar um þjófnað úr verslun í miðborginni  auk þess sem að tilkynningar bárust vegna fíkniefnaaksturs. Þá var brotist inn í húsnæði í Hafnarfirði og í Grafarvogi barst tilkynning um einstakling sem hafði tekið fullan dósapoka ófrjálsri hendi.

Þegar lögreglu bar að garði fleygði einstaklingurinn pokanum frá sér og komst undan á hlaupum. Húsráðandinn fékk að lokum dósapokann aftur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.