Erlent

Sprenging í írönsku olíu­flutninga­skipi

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið sem um ræðir er í eigu íranska ríkisolíufélagsins.
Skipið sem um ræðir er í eigu íranska ríkisolíufélagsins. Getty

Sprenging varð í nótt í írönsku olíuflutningaskipi undan ströndum Sádi-Arabíu að sögn íranskra yfirvalda.

Skipið, sem er í eigu íranska ríkisolíufélagsins, var tæpa 100 kílómetra frá hafnarborginni Jeddah þegar atvikið átti sér stað en svo virðist sem gat hafi komið á báða geymslutanka skipsins og lak olía um tíma út í Rauðahafið.

Engin slasaðist, en Íranir fullyrða að eldlaugum hafi verið skotið á skipið og því sé um hryðjuverk að ræða. Þeir segjast hafa komist fyrir lekann úr skipinu og að eldur hafi verið slökktur.

Afar mikil spenna er nú á milli Írana og Sáda en í síðasta mánuði var gerð árás á olíustöð í Sádi-Arabíu sem Íranir eru sakaðir um að hafa framkvæmt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.