Wijnaldum afgreiddi Hvíta-Rússland | Markaveisla hjá Skotum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wijnaldum fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Wijnaldum fagnar öðru marki sínu í kvöld. vísir/getty
Hollendingar unnu nauman en mikilvægan sigur á Hvíta-Rússlandi á útivelli í kvöld er liðin mættust í C-riðli undankeppni EM 2020.Bæði mörk Hollands skoraði Liverpool-maðurinn, Georginio Wijnaldum, en mörkin skoraði hann á 32. mínútu og svo á 41. mínútu.Heimamenn minnkuðu muninn í síðari hálfleik en mikilvægur sigur Hollendinga. Þeir eru með 15 stig en Þýskaland og Norður-Írland eru sæti neðar bæði með tólf stig.Þýskaland mætir Eistlandi síðar í kvöld og getur komist upp að hlið Hollands með sigri í kvöld en mikil spenna er í C-riðlinum.Skotar voru í stuði gegn San Marínó á heimavelli en þeir skosku unnu 6-0 sigur á smáríkinu í kvöld.John McGinn skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og þeir Lawrence Shankland, Stuart Findlay og Stuart Armstrong bættu við einu marki hver í síðari hálfleik.Í sama riðli unnu Rússar 3-0 sigur á Kýpur en Belgar eru á toppi riðilsins með 24 stig. Rússarnir eru í 2. sætinu með 21, Kýpur í þriðja með tíu og Skotland í fjórða með níu.Öll úrslit dagsins:

C-riðill:

Hvíta-Rússland - Holland 1-2

18.45 Eistland - ÞýskalandE-riðill:

Ungverjaland - Aserbaídsjan 1-0

18.45 Wales - KróatíaG-riðill:

18.45 Pólland - Norður Makedónía

18.45 Slóvenía - AusturríkiI-riðill:

Kazakstan - Belgía 0-2

Kýpur - Rússland 0-4

Skotland - San Marínó 6-0

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.