Innlent

Yfirgefin og ómerkt taska í Leifsstöð á borði lögreglu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla vinnur nú að lausn málsins.
Lögregla vinnur nú að lausn málsins. Vísir/Jói K
Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum fann fyrr í þessari viku tösku fulla af þýfi. Taskan hafði verið skilin eftir í flugstöðinni og segir lögregla eigandann vera farinn af landi brott. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.Lögreglunni hafði borist tilkynning um að ómerkt ferðataska hefði verið skilin eftir. Taskan var opnuð með það fyrir augum að bera kennsl á eiganda hennar.Þegar taskan var síðan opnuð vaknaði grunur um að innihald hennar væri að mestu leyti þýfi. Við nánari skoðun kom síðan í ljós hver eigandi töskunnar var og að hann væri farinn úr landi. Lögregla vinnur nú að lausn málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.