Innlent

Hjálparsveit skáta í æfingaferð bjargaði ferðamönnum úr Krossá

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Krossá í morgun.
Frá Krossá í morgun. Viktor Vilhelmsson
Ferðamenn á ferð um Þórsmörk komust í hann krappan í morgun þegar tilraun til þess að þvera Krossá fór forgörðum. Bíllinn reyndist ekki ráða við ána og staðnæmdist í Krossá miðri.

Bíliinn var dreginn á þurrt og ferðamönnunum bjargað af björgunarsveitarmönnum úr röðum Hjálparsveita skáta úr Kópavogi en sveitarmenn voru staddir í æfingaferð um Þórsmerkursvæðið.

Reglulega berast fregnir af ógöngum ferðamanna í Krossá og öðrum ám landsins. Í sumar bárust fregnir af erlendu pari sem varð fyrir því óláni að bíll þeirra réð ekki við ána og flaut niður hana áður en bílinn hafnaði á göngubrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×