Fótbolti

Ítalir komnir á EM 2020

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ítalir fagna.
Ítalir fagna. vísir/getty
Ítalir eru búnir að tryggja sér þáttökuréttinn á EM 2020 eftir 2-0 sigur á Grikklandi í J-riðlinum en Ítalir eru með fullt hús stiga eftir sjö leiki.Jorginho skoraði fyrsta markið á 63. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Federico Bernardeschi forystuna. Lokatölur 2-0.Írland tapaði mikilvægum stigum er liðið gerði markalaust jafntefli við Georgíu á útivelli.Írarnir eru með tólf stig eins og Danmörk í D-riðlinum en Sviss er í 3. sætinu með átta stig.Úrslit dagsins:

D-riðill:

Georgía - Írland 0-0

Danmörk - Sviss 1-0F-riðill:

Færeyjar - Rúmenía 0-3

Malta - Svíþjóð 0-4

Noregur - Spánn 1-1J-riðill:

Bosnía - Finnland 4-1

Ítalía - Grikkland 2-0

Liechtenstein - Armenía 1-1
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.