Fótbolti

Ítalir komnir á EM 2020

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ítalir fagna.
Ítalir fagna. vísir/getty

Ítalir eru búnir að tryggja sér þáttökuréttinn á EM 2020 eftir 2-0 sigur á Grikklandi í J-riðlinum en Ítalir eru með fullt hús stiga eftir sjö leiki.

Jorginho skoraði fyrsta markið á 63. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Federico Bernardeschi forystuna. Lokatölur 2-0.

Írland tapaði mikilvægum stigum er liðið gerði markalaust jafntefli við Georgíu á útivelli.

Írarnir eru með tólf stig eins og Danmörk í D-riðlinum en Sviss er í 3. sætinu með átta stig.

Úrslit dagsins:
D-riðill:
Georgía - Írland 0-0
Danmörk - Sviss 1-0

F-riðill:
Færeyjar - Rúmenía 0-3
Malta - Svíþjóð 0-4
Noregur - Spánn 1-1

J-riðill:
Bosnía - Finnland 4-1
Ítalía - Grikkland 2-0
Liechtenstein - Armenía 1-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.