Fótbolti

U21 strákarnir steinlágu í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari U21.
Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari U21. vísir/bára
Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætti Svíþjóð í undankeppni EM 2021 en leikið var í Helsingborg.Sænska liðið reyndist of sterkt fyrir íslensku strákana en staðan í leikhléi var 2-0 fyrir Svíum.Í síðari hálfleik héldu þeir áfram að bæta við mörkum og fór að lokum svo að Svíar unnu með fimm mörkum gegn engu.Næsti leikur Íslands er gegn Írlandi en hann verður leikinn í Víkinni næstkomandi þriðjudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.