Innlent

Skúrir á vestanverðu landinu í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir hádegisbil í dag.
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir hádegisbil í dag. Veðurstofa Íslands

Það verða suðaustan 8-13 metrar á sekúndu og skúrir á vestanverðu landinu, ef marka má spá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag. Gert er ráð fyrir hægari vind annars staðar. Þurrt verður að mestu og þá jafnvel léttskýjað á Norður- og Austurlandi.

Suðaustan- og austanátt á morgun, víða um 8-15 metrar á sekúndu og hvassast sunnantil á landinu. Þurrt að mestu á Norður- og Vesturlandi, annars staðar rigning með köflum. Hitinn á bilinu tvö til átta stig, en víða næturfrost norðan- og austanlands.

Hér að neðan má lesa veðurhorfur á landinu næstu daga, fengnar af vef Veðurstofu Íslands:

Á mánudag:
Suðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast á sunnanverðu landinu. Þurrt að kalla á Norður- og Vesturlandi, en rigning með köflum annars staðar. Hiti 2 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Austan 10-18, en 18-23 með suðurströndinni. Áfram þurrt að mestu um landið norðan- og vestanvert, en rigning sunnan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Minnkandi austlæg átt og bjartviðri, en dálítil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðaustanátt með lítilsháttar vætu norðan- og austanlands, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 2 til 8 stig.

Á föstudag og laugardag:
Breytileg átt, víða 3-8 m/s. Yfirleitt þurrt á landinu og bjart á köflum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn, en allvíða frost að næturlagi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.