Fótbolti

Vandræðalaust hjá tíu Þjóðverjum | Pólverjar komnir á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ilkay Gündogan fagnar marki.
Ilkay Gündogan fagnar marki. vísir/getty
Þýska landsliðið lenti ekki í miklum vandræðum með Eista á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag en þeir þýsku unnu 3-0 sigur.

Emre Can fékk beint rautt spjald strax á 14. mínútu og ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ilkay Guendogan og Timo Werner sitt hvort markið en Karol Mets skoraði annað mark þeirra þýsku með sjálfsmarki.

Þýskalnad er því með Hollandi á toppi riðilsins með 15 stig en Norður-Írland er í öðru sæti með tólf er tvær umferðir eru eftir. Eistarnir eru með eitt stig.







Pólland er komið á EM 2020 eftir 2-0 sigur á Norður-Makedóníu á heimavelli í kvöld. Przemyslaw Frankowski skoraði fyrra markið og Arkadiusz Milik það síðara.

Á sama tíma unnu Austurríkismenn 1-0 sigur á Slóveníu. Markið skoraði Stefan Posch á 21. mínútu.

Pólland er með nítján stig á toppnum, Austurríki í öðru með sextán og Norður-Makedónía og Slóvenía í þriðja og fjórða með ellefu stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×