Fótbolti

Vandræðalaust hjá tíu Þjóðverjum | Pólverjar komnir á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ilkay Gündogan fagnar marki.
Ilkay Gündogan fagnar marki. vísir/getty

Þýska landsliðið lenti ekki í miklum vandræðum með Eista á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag en þeir þýsku unnu 3-0 sigur.

Emre Can fékk beint rautt spjald strax á 14. mínútu og ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ilkay Guendogan og Timo Werner sitt hvort markið en Karol Mets skoraði annað mark þeirra þýsku með sjálfsmarki.

Þýskalnad er því með Hollandi á toppi riðilsins með 15 stig en Norður-Írland er í öðru sæti með tólf er tvær umferðir eru eftir. Eistarnir eru með eitt stig.

Pólland er komið á EM 2020 eftir 2-0 sigur á Norður-Makedóníu á heimavelli í kvöld. Przemyslaw Frankowski skoraði fyrra markið og Arkadiusz Milik það síðara.

Á sama tíma unnu Austurríkismenn 1-0 sigur á Slóveníu. Markið skoraði Stefan Posch á 21. mínútu.

Pólland er með nítján stig á toppnum, Austurríki í öðru með sextán og Norður-Makedónía og Slóvenía í þriðja og fjórða með ellefu stig.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.