Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Litlu munaði að flugmaður lítillar flugvélar, sem brotlenti á Skálafellsöxl í september, hefði ekki komist frá flakinu sem varð alelda á örfáum sekúndum. Hann segir í raun kraftaverk að hann sé enn á lífi. Rætt verður við Birgi Steinar Birgisson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig fjöllum við um ástandið á landamærum Tyrklands og Sýrlands og þá gagnrýni sem tyrkneska landsliðið í knattspyrnu hefur fengið fyrir að fagna að hermannasið í leik sínum á föstudag. Mennta- og menningarmálaráðherra segir sína skoðun vera að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.

Í fréttatímanum hittum við einnig Dagmar Ósk Héðinsdóttur sem á tvö dúkkubörn en hún getur ekki átt börn sjálf.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.