Fótbolti

Didier Deschamps horfir ekki til Karim Benzema

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benzema og Deschamps.
Benzema og Deschamps. vísir/getty

Franski landsliðsþjálfarinn, Karim Benzema, segir að hann sé ekki að íhuga að velja Karim Benzema aftur í franska landsliðið þrátt fyrir góða frammistöðu með Real.

Benzema hefur ekki verið valinn í franska landsliðið frá því árið 2015 eftir að hann var rannsakaður fyrir fjárkúgun á félaga sínum í franska landsliðinu, Mathieu Valbuena.

Franski framherjinn hefur verið í miklu stuði það sem af er leiktíð í Frakklandi en þjálfari heimsmeistaranna hefur gert upp hug sinn.

„Þetta er íþróttaleg ákvörðun. Ég held einfaldlega að sú ákvörðun væri ekki góð fyrir landsliðið,“ sagði Deschamps við Le10Sport.

„Hugsandi um það sem væri best fyrir landsliðið og hvað treyjan þýðir þá er það bara þannig. Ég er ekki að segja að það væri slæmt en það er ekki möguleiki sem ég er að skoða.“

Frakkar eru á toppi riðils okkar Íslendinga,  H-riðla, ásamt Tyrkjum en löndin mætast einmitt í París í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.