Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 16:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís. Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís.
Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira