Innlent

Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér.

Össur Pétur Valdimarsson strætóbílsstjóri hefur í sex ár skreytt vagninn sinn og sjálfan sig ef hann er að vinna þann dag sem íslensku landsliðin í kvenna-og karla knattspyrnu keppa. Þá á hann til að fá farþega með sér í að hvetja liðin. Hann segir að draumur sinn sé að fá að hitta liðin og fá þau jafnvel í strætó til sín. 

Hann stöðvaði vagninn í smá stund í dag og fékk farþegar til að húa með sér og klappa til stuðnings karlalandsliðinu sem keppir í kvöld á móti Andorra. 

„Ísland 4, Andorra 1, eða ekki neitt,“ sagði hann í strætó og hló þegar Stöð 2 leit þar við í dag. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.