Innlent

Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri

Samúel Karl Ólason skrifar

Næstum allir farþegar sem fóru með leið ellefu hjá Strætó á páskadag hlupu apríl. Bílstjórinn er þekktur fyrir að vera mjög uppátækjasamur og er þegar farinn að undirbúa tiltæki fyrir HM í sumar. Vagnstjórinn, Össur Pétur Valdimarsson, stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. Því næst bauð hann farþegum aftur um borð, það væri 1. apríl.

Þetta gerði hann allan daginn.

Sjá einnig: Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl

„Ég ætlaði að reyna að ná sem flestum,“ sagði Össur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það voru örfáir sem að sluppu.“

Össur segir fólk hafa tekið afar vel í uppátækið. Einn farþegi hefði sagt honum að hún hefði ekki lent í svona gabbi í mörg ár og hún hefði verið mjög ánægð.

Hann heldur reglulega upp á fótboltaleiki hjá kvenna og karlalandsliðunum og skreytti vagninn vel fyrir landsleik í haust. Nú þegar er hann byrjaður að undirbúa uppátæki fyrir HM í sumar.

„Ég er Íslendingur og vil sýna okkar mönnum að við erum að senda þeim kraftinn út og þeim gangi eins vel og hægt er.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.