Fótbolti

Ronaldo kominn með 700 mörk á ferlinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo vísir/getty

Cristiano Ronaldo skoraði sitt 700. mark á ferlinum þegar Portúgal tapaði fyrir Úkraínu í undankeppni EM 2020.

Ronaldo skoraði mark sitt úr vítaspyrnu í 2-1 tapi Portúgals ytra. Þetta var hans 95. landsliðsmark sem þýðir að aðeins Íraninn Ali Daei hefur skorað fleiri landsliðsmörk í fótboltasögunni en hann á 109 mörk fyrir Íran.

Úkraína er enn taplaus í B-riðli og er komin með öruggt sæti á EM. Portúgal er hins vegar með 11 stig í öðru sæti, stigi á undan Serbum, þegar bæði lið eiga eftir tvo leiki í riðlinum.

Í öðrum leikjum kvöldsins vann Albanía 4-0 sigur á Moldóvu í riðli Íslands, Serbar unnu 1-2 sigur á Litháen og Kósovó vann 2-0 heimasigur á Svartfjallaandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.