Fótbolti

Írar fjúkandi reiðir eftir furðulegt tap í Víkinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. vísir/vilhelm

Það var ekki létt yfir írskum fjölmiðlamönnum sem fjölluðu um leik Íslands og Írland í undankeppni EM U21-árs í gær.

Liðin mættust í Víkinni í gær og kvörtuðu Írarnir, þar á meðal þjálfarinn Stephen Kenny, yfir vellinum og dómaranum í viðtali eftir leikinn.

Markið og vítaspyrnudóminn úr leiknum má sjá hér að neðan. Auðvelt er að skilja dómara leiksins, Dumtri Muntean, að hann hafi bent á punktinn.Eina mark leiksins skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að vítaspyrnan var dæmd.

Í fyrirsögn Irish Times segir að írska U21-árs landsliðið hafi lent í vandræðum með vindinn og segja tapið furðulegt.

Þeir segja einnig að tapið hafi verið súrrealískt en þetta var fyrsta tap Íranna í keppninni. Írarnir eru þó áfram á toppi riðilsins með tíu stig en Ísland er í öðru sæti riðilsins með níu stig.

Írarnir hafa þó leikið einum leik meira en Ísland.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið

Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.