Fótbolti

Írar fjúkandi reiðir eftir furðulegt tap í Víkinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. vísir/vilhelm
Það var ekki létt yfir írskum fjölmiðlamönnum sem fjölluðu um leik Íslands og Írland í undankeppni EM U21-árs í gær.Liðin mættust í Víkinni í gær og kvörtuðu Írarnir, þar á meðal þjálfarinn Stephen Kenny, yfir vellinum og dómaranum í viðtali eftir leikinn.Markið og vítaspyrnudóminn úr leiknum má sjá hér að neðan. Auðvelt er að skilja dómara leiksins, Dumtri Muntean, að hann hafi bent á punktinn.Eina mark leiksins skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að vítaspyrnan var dæmd.Í fyrirsögn Irish Times segir að írska U21-árs landsliðið hafi lent í vandræðum með vindinn og segja tapið furðulegt.Þeir segja einnig að tapið hafi verið súrrealískt en þetta var fyrsta tap Íranna í keppninni. Írarnir eru þó áfram á toppi riðilsins með tíu stig en Ísland er í öðru sæti riðilsins með níu stig.Írarnir hafa þó leikið einum leik meira en Ísland.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið

Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.