Lífið

Hvaða leikkona bað leigumorðingja um að drepa sig?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Angelina Jolie kemur við sögu í spurningakeppninni.
Angelina Jolie kemur við sögu í spurningakeppninni.

Í útvarpsþættinum Stjörnubíó á X977 fær Heiðar Sumarliðason, leikskáld, gesti í hljóðver og kryfur það nýjasta í bíó og sjónvarpi á léttu nótunum. Í júní síðastliðnum hófst kvikmyndaspurningakeppni Stjörnubíós, þar sem fólk úr kvikmyndabransanum hefur mætt kvikmyndagagnrýnendum.

Átta hófu keppni en aðeins tveir keppendur standa eftir. Það eru þau Sigríður Clausen, kvikmyndarýnir, og Hannes Óli Ágústsson, leikari.

Sigríður hafði betur gegn bransamönnunum Sveppa og Hrafnkeli Stefánssyni á leið sinni í úrslitin. Hannes Óli sigraði aftur á móti kvikmyndarýnina Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Tómas Valgeirsson. Einnig tóku Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þórarinn Þórarinsson þátt, en höfðu ekki erindi sem erfiði og duttu út í fyrstu umferð.

Hannes og Sigríður etja því kappi um titilinn kvikmyndaspekúlant Stjörnubíós, sem og verðlaun frá Sambíóunum. Hægt er að hlusta á hvort þeirra hafði betur með því að spila hljóðbrotið hér að neðan, en þar svara þau spurningum á borð við hvert sé nafn tengdamóður Woody Allen og hvaða heimsfræga leikkona bað leigumorðingja um að myrða sig.

Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.