Innlent

Laus úr gæslu­varð­haldi grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti.
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti. Vísir/vilhelm

Maður, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 17. september síðastliðinn, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum húss í Breiðholti, er laus úr haldi.

Þetta staðfestir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í gær. Eftir því sem Vísir kemst næst er málið enn til rannsóknar hjá lögreglu og er það rannsakað sem stórfelld líkamsárás. 


Tengdar fréttir

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti

Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.