Innlent

Þing­maður spyr ráð­herra um um­deilda þvag­leggi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks. Fréttablaðið/Vilhelm

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands.

Fréttablaðið sagði nýlega frá máli Sigurðar Halldórs Jessonar, kennara á Selfossi, sem kveður lífsgæði sín hafa skerst umtalsvert eftir útboð Sjúkratrygginga Íslands á þvagleggjum í fyrra. Sagði Sigurður ekki lengur í boði þvagleggi sem hentuðu honum best og hann hefði notað um langt árabil. Sjúkratryggingar sögðu þá þvagleggi ekki hafa verið í boði í útboðinu.

„Hvers vegna tóku Sjúkratryggingar Íslands þvagleggi af nýjustu gerð af lista yfir þá sem eru niðurgreiddir fyrir notendur,“ spyr Ásmundur Friðriksson, sem vill líka fá að vita hversu margir hafi óskað eftir undanþágu fyrir þessum leggjum á árinu og hversu margar beiðnir hafi verið samþykktar.

„Voru notendur hafðir með í ráðum þegar ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði?“ spyr Ásmundur. „Hversu mikið hefur sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð?“


Tengdar fréttir

Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi

Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.