Sinnulítil gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 17:34 Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. visir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Tillögunni, sem er í sjö liðum, er ætlað að styðja sérstaklega við rekstrarumhverfi smærri fyrirtæki og efla nýsköpun. „Við erum alltof sinnulítil gagnvart framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem eru drifin áfram af hugviti og þurfa að verða leiðandi í lífskjarasókn landsins til framtíðar. En við búum þeim alltof erfið lífsskilyrði,“ segir Logi. Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. „Oft eru ákvarðanir teknar hérna inni er varða fyrirtæki hugsaðar út frá hagsmunum stærri fyrirtækja, jafnvel allra stærstu. Hér eru daglega viðfangsefni sem lúta að sértækum verkefnum, sértækum fyrirtækjum, stórum atvinnugreinum en aftur á móti virðist vera allt of lítið hugsað út frá hinu smáa. Þær aðgerðir sem flutningsmenn eru að leggja áherslu á hér gagnast auðvitað líka meðalstórum og stórum fyrirtækjum en með þessari tilraun er verið að reyna að hugsa út frá þörfum smærri fyrirtækja því þau eiga sér, virðist vera, færri málsvara hér inni á þingi,“ segir Logi á Alþingi. Í tillögunni er meðal annars lagt til að lækka tryggingagjald fyrir smærri fyrirtæki og auka ívilnanir, að þak á endurgreiðslu vegna nýsköpunar verði afnumið og að breytingar verði gerðar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og að auka áherslu á iðn- og tæknimenntun, skapandi menntun og endurmenntun. Alþingi Nýsköpun Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Tillögunni, sem er í sjö liðum, er ætlað að styðja sérstaklega við rekstrarumhverfi smærri fyrirtæki og efla nýsköpun. „Við erum alltof sinnulítil gagnvart framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem eru drifin áfram af hugviti og þurfa að verða leiðandi í lífskjarasókn landsins til framtíðar. En við búum þeim alltof erfið lífsskilyrði,“ segir Logi. Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. „Oft eru ákvarðanir teknar hérna inni er varða fyrirtæki hugsaðar út frá hagsmunum stærri fyrirtækja, jafnvel allra stærstu. Hér eru daglega viðfangsefni sem lúta að sértækum verkefnum, sértækum fyrirtækjum, stórum atvinnugreinum en aftur á móti virðist vera allt of lítið hugsað út frá hinu smáa. Þær aðgerðir sem flutningsmenn eru að leggja áherslu á hér gagnast auðvitað líka meðalstórum og stórum fyrirtækjum en með þessari tilraun er verið að reyna að hugsa út frá þörfum smærri fyrirtækja því þau eiga sér, virðist vera, færri málsvara hér inni á þingi,“ segir Logi á Alþingi. Í tillögunni er meðal annars lagt til að lækka tryggingagjald fyrir smærri fyrirtæki og auka ívilnanir, að þak á endurgreiðslu vegna nýsköpunar verði afnumið og að breytingar verði gerðar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og að auka áherslu á iðn- og tæknimenntun, skapandi menntun og endurmenntun.
Alþingi Nýsköpun Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira