Fótbolti

Búið að fresta El Clasico vegna óreiðanna í Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Læti í leik liðanna á síðustu leiktíð.
Læti í leik liðanna á síðustu leiktíð. vísir/getty
El Clasico leiknum milli Barcelona og Real Madrid sem átti að fara fram laugardaginn 26. október hefur nú verið frestað.Mikil reiði hefur brotist út í Katalóníu undanfarnar vikur er þeir berjast fyrir sjálfstæði sínu. Fengi leikurinn að fara fram er óttast að lætin yrðu enn meiri í borginni.Níu leiðtogar voru handteknir á mánudaginn og settir í fangelsi og því hafa tugir þúsunda mótmælt í borginni með tilheyrandi látum.Fyrr í vikunni hafði La Liga spurt spænska sambandið um að fá flytja leikinn til Madrídar en þeirri beiðni var hafnað.Félögin þurfa nú að komast að samkomulagi um nýja dagsetningu á leiknum en þau þurfa að skila inn nýjum leiktíma í síðasta lagi á mánudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.