Íslenski boltinn

Siggi Raggi ráðinn til Keflavíkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Siggi Raggi kominn í Keflavíkurbúninginn.
Siggi Raggi kominn í Keflavíkurbúninginn. mynd/keflavík

Inkasso-lið Keflavíkur verður með tvo þjálfara næsta sumar því Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn sem annar þjálfari liðsins.

Fyrir er Eysteinn Hún Hauksson en hann hefur þjálfað liðið í eitt og hálft tímabil. Undir hans stjórn endaði liðið í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar í sumar.

Siggi Raggi mun einnig koma að því að halda utan um þjálfun yngri flokka félagsins.

Sigurður Ragnar hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli. Hann þjálfaði kvennalandsliðið og kom því tvisvar á EM. Þá hefur hann þjálfað hjá ÍBV, Lilleström og kvennalandslið Kína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.