Íslenski boltinn

Siggi Raggi ráðinn til Keflavíkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Siggi Raggi kominn í Keflavíkurbúninginn.
Siggi Raggi kominn í Keflavíkurbúninginn. mynd/keflavík
Inkasso-lið Keflavíkur verður með tvo þjálfara næsta sumar því Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn sem annar þjálfari liðsins.

Fyrir er Eysteinn Hún Hauksson en hann hefur þjálfað liðið í eitt og hálft tímabil. Undir hans stjórn endaði liðið í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar í sumar.

Siggi Raggi mun einnig koma að því að halda utan um þjálfun yngri flokka félagsins.

Sigurður Ragnar hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli. Hann þjálfaði kvennalandsliðið og kom því tvisvar á EM. Þá hefur hann þjálfað hjá ÍBV, Lilleström og kvennalandslið Kína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.