Fótbolti

Fyrsta tap Real Madrid í deildinni kom gegn Mallorca

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var hart barist í kvöld.
Það var hart barist í kvöld. vísir/getty

Þrátt fyrir erfiðleika í upphafi var Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar fyrir leiki dagsins. Þökk sé sigri Barcelona fyrr í dag þá þurfti Real sigur til að komast aftur á toppinn. Það tókst ekki í dag þar sem Mallorca vann 1-0 heimasigur. 

Leikurinn var leiðinlegur svo vægt sé tekið til orða. Eina mark leiksins kom strax á sjöundi mínútu en það gerði Laga Junior eftir sendingu Alex Feibas. Á þeirri 19. fékk Alvaro Odriozola svo gult spjald í liði Real Madrid en hann nældi sér í annað gult spjald á 74. mínútu og þar með rautt. 

Þrátt fyrir að vera mikið meira með boltann tókst Real ekki að finna glufur í gegnum þétta vörn heimamanna og fór það svo að leiknum lauk með 1-0 sigri Mallorca. Fyrsti sigur þeirra á Real Madrid í áratug því staðreynd.Tengdar fréttir

Barcelona á toppinn

Barcelona fór á topp La Liga deildarinnar með öruggum sigri á Eibar í dag.

Valencia náði í stig í Madrid

Atletico Madrid missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á heimavelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.